Fótbolti

Sara spilaði allan leikinn þegar Juventus vann

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sara Björk með boltann í leiknum í dag.
Sara Björk með boltann í leiknum í dag. Vísir/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Parma á heimavelli sínum í dag. 

Fyrir leikinn var Juventus í öðru sæti deildarinnar en Roma er með örugga forystu á toppi deildarinnar. Parma, sem Margrét Árnadóttir leikur með, er í fallbaráttu.

Juventus byrjaði leikinn vel og var komið í tveggja marka forystu strax eftir rúmar tuttugu mínútur. Barbara Bonasea skoraði fyrra markið á 17.mínútu en Cristiana Girelli það síðara fimm mínútum seinna.

Staðan var 2-0 í hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir minnkaði Michela Cambiaghi muninn fyrir Parma og framundan spennandi lokamínútur.

Margrét Árnadóttir kom inn hjá Parma þegar fimm mínútur voru eftir en Parma tókst ekki að jafna metin. Juventus fagnaði 2-1 sigri og er nú ellefu stigum á eftir Roma í öðru sætinu.

Guðný Árnadóttir var ekki í byrjunarliði AC Milan sem vann 4-0 útisigur á Como en Milan er í fimmta sæti ítölsku deildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×