Fyrirliðinn ekki með á HM í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 18:31 Wendie Renard hefur verið fyrirliði franska landsliðsins síðustu árin. Vísir/Getty Fyrirliði franska kvennalandsliðsins í knattspyrnu Wendie Renard tilkynnti í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér fyrir heimsmeistaramótið í sumar vegna óánægju með forráðamenn landsliðsins. Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Wendie Renard hefur verið lykilmaður í hinu geysisterka franska liði síðustu árin en hún leikur sem miðvörður og hefur íslenska landsliðið þurft að berjast við hana í nokkur skipti. Renard tilkynnti á Instagram-síðu sinni í dag að hún myndi ekki gefa kost á sér í franska landsliðið fyrir heimsmeistaramótið í sumar þar sem hún getur ekki lengur stutt það kerfi sem viðgengst í kringum franska liðið. „Ég hef barist fyrir bláa, hvíta og rauða búninginn í 142 skipti af ástríðu, virðingu og fagmennsku. Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað, ég er ekki fullkomin langt í frá, en ég get ekki lengur stutt það kerfi sem er langt frá þeim kröfum sem eru settar á hæsta getustigi. Þetta er sorgardagur en nauðsynlegur til að standa vörð um mína eigin andlegu heilsu,“ skrifaði Renard á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by Wendie Renard (@wendie_renard) Fréttir hafa borist af óánægju leikmanna með forráðamenn landsliðsins, meðal annars þjálfarann Corinne Diacre. Gagnrýnin snýr að því hvernig valið er í landsliðshópinn. „Það eru þung skref að tilkynna um ákvörðun mína að draga mig úr franska liðinu. Ég mun ekki spila á heimsmeistaramótinu í þessum aðstæðum. Sársaukinn sést ekki í andliti mínu en mér líður illa í hjartanu og mig langar ekki að líða illa áfram,“ skrifaði Renard sömuleiðis. Sara Björk Gunnarsdóttir er meðal þeirra sem hefur tjáð sig við færslu Renard og skrifar að ákvörðun Renard sé virðingarverð. Renard lék síðast með Frakklandi í nýliðinni landsleikjatörn og kom við sögu bæði gegn Dönum og Úrugvæ. Fyrir Evrópumótið síðasta sumar bárust fregnir af stirðu sambandi þjálfarans Diacre við nokkrar af stjörnum liðsins, meðal annars Sara Bouhaddi, Amandine Henry og Eugenie Le Sommer. Þær voru á endanum ekki valdar í franska liðið sem féll úr leik í undanúrslitum gegn Þýskalandi.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira