Fundu risavetrarbrautir sem reyna á skilning á alheiminum Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2023 11:04 Mögulegu vetrarbrautirnar sex sem Webb-sjónaukinn fann eins og þær litu út 500-800 milljónum ára eftir Miklahvell. Fyrirbærið neðst til vinstri gæti innihaldið jafnmargar stjörnur og Vetrarbrautin okkar en verið þrjátíu sinnum þéttara en hún. NASA/ESA Risavaxin fyrirbæri sem gætu verið tröllvaxnar vetrarbrautir frá bernsku alheimsins gætu reynt á skilning stjarneðlisfræðinga á alheiminum og upphafsárum hans. Vísindamenn sem fundu þau trúðu ekki eigin augum en þeir en bíða enn staðfestingar á uppgötvuninni. Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Ferlíkin fundust með James Webb-geimsjónaukanum, stærsta og öflugasta geimsjónauka sögunnar sem tekinn var í notkun í fyrra. Þau eru svo fjarlæg að þegar ljósið lagði af stað frá þeim var alheimurinn innan við 600 milljón ára gamall, aðeins um fjögur prósent af núverandi aldri sínum. Vetrarbrautarefnin eru ekki þau elstu sem Webb hefur fundið. Stærð þeirra og hversu fullmótuð þau eru kom vísindamönnunum hins vegar í opna skjöldu, að sögn AP-fréttastofunnar. Ivo Labbe, aðalhöfundur greinar um rannsóknina frá Swinburne-tækniháskólanum í Ástralíu, segir að teymi hans hafi átt von á að finna smágerðar vetrarbrautir með ungum stjörnum svo skömmu eftir upphaf alheimsins, ekki flikki á borð við þessi með hlutfallslega gömlum stjörnum. „Á meðan flestar vetrarbrautir á þessu tímabili séu lítil og vaxi hægt með tímanum eru nokkur skrímsli á hraðferð til mótunar. Það er ekki vitað hvers vegna eða hvernig,“ segir hann. Töldu að þau hefðu gert mistök Fyrirbærin sex eru öll milljörðunum sinnum massameiri en sólin okkar, eitt þeirra allt að hundrað milljónum sinnum þyngra. Þau eru jafnframt gríðarlega þétt. Í þeim eru um það bil jafnmargar stjörnur og í Vetrarbrautinni okkar en á mun minna svæði. Labbe segir að teymið hafi verið vantrúað í upphafi. Það hafi ekki haft neina trú á að vetrarbrautir á stærð við Vetrarbrautina okkar gætu hafa þróast svo snemma í sögu alheimsins. Sumir vísindamannana töldu að þeir hefðu gert mistök. Kollegi hans Joel Leja frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum segir að uppgötvunin storki viðteknum kenningum um hvernig alheimurinn leit út á fyrstu hundrað milljónum áranna eftir Miklahvell. „Þetta skapar vafa um heildarmynd okkar af myndun fyrstu vetrarbrautanna,“ segir hann. Enn á eftir að staðfesta uppgötvunina með litrófsgreiningu. Vísindamennirnir láta sér því nægja að kalla fyrirbærin mögulegar vetrarbrautir í bili. Leja segir mögulega að einhver fyrirbæranna gætu reynst dulin risasvarthol. Góðar líkur séu þó á að einhver þeirra reynist stórar vetrarbrautir.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Fimmtíu þúsund vetrarbrautir á einni mynd Djúpmynd sem James Webb-geimsjónaukinn tók nýlega skartar um það bil fimmtíu þúsund vetrarbrautum sem eru í milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Myndin er ein sú dýpsta sem sjónaukinn hefur tekið til þessa. 17. febrúar 2023 13:08