Innlent

Banda­rískur auð­maður býður sig fram til for­seta

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 37 ára Vivek Ramaswamy hefur auðgast mikið með fjárfestingum í líftæknifyrirtækjum.
Hinn 37 ára Vivek Ramaswamy hefur auðgast mikið með fjárfestingum í líftæknifyrirtækjum. EPA

Bandaríski auðmaðurinn Vivek Ramaswamy hefur tilkynnt um framboð sitt til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári.

Forsetinn fyrrverandi, Donald Trump, hefur þar með fengið annan keppinaut um útnefningu flokksins, en fyrir um viku síðan tilkynnti Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Kaliforníu og sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, um framboð sitt.

Ramaswamy hefur að sögn Politico auðgast mikið með fjárfestingum í líftæknifyrirtækjum. Hann er sömuleiðis fastagestur á sjónvarpsstöðinni Fox News og hefur ritað bækurnar Woke, Inc.: Inside Corporate America's Social Justice Scam og Nation of Victims: Identity Politics, the Death of Merit, and the Path Back to Excellence.

Hinn 37 ára Ramaswamy segir í grein á Wall Street Journal að „ef við ætlum að setja Ameríku í fyrsta sæti, þá verður við að enduruppgötva hvað Ameríka sé.“ Vísar hann þar í slagorð Trump um að setja Bandaríkin í fyrsta sæti.

Hann hvetur Bandaríkjamenn til að skapa nýja þjóðernisvitund án „woke“-menningar. Ræðir hann einnig um nauðsyn þess að tryggja landamærin.


Tengdar fréttir

Haley fer fram gegn Trump

Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×