Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 23:01 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Verkfallsboðanir Eflingarfélaga voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta þeirra sem tóku þátt í gær og hefjast því 28. febrúar, verði ekki samið fyrir þann tíma. Þá fer nú fram atkvæðagreiðsla meðal tæplega tvö þúsund félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um tillögu um verkbann á starfsfólk Eflingar sem falla undir almennan kjarasamning við samtökin. Komi til þess hefst það 2. mars. Eykur á áhyggjur fjármálaráðherra Ríkisstjórnin fór á fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun yfir hvaða áhrif slíkar aðgerðir hefðu. „Þessi tillaga eykur á áhyggjur mínar af því hvaða afleiðingar það getur haft þegar menn ná ekki saman um kaup og kjör. Það er bara alvarlegt mál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki skipta sér af deilunni með beinum hætti. „Þetta voru aðgerðir okkar í tengslum við kjarasamninga eins og ítrekað hefur komið fram. Við auðvitað fylgjumst grannt með stöðunni, en boltinn er hjá samningsaðilum. Það er þeirra skylda að ná samningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vinnumarkaðsráðherra tekur undir það en segir ljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara íhéraðsdómi og landsrétti. „Ég held að það sé alveg kýrskýrt að við þurfum að taka vinnulöggjöfina, hvað miðlunartillögu varðar, til skoðunar. Einfaldlega vegna þess að niðurstaða Landsréttar er sú að það sé hægt að leggja hana fram, en það er öllu flóknara að koma henni til atkvæðagreiðslu. Þetta er bara vinna sem fer í gang núna í ráðuneytinu hjá mér,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Gott að fá úrskurð Hæstaréttar Guðmundur Ingi segir almennt séð að gott væri að geta fengið úrskurð æðsta dómsstigs í máli sem þessu, en úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna hefur ekki verið skotið til Hæstaréttar. Fjármálaráðherra er á sama máli. „Við virðumst ekki hafa vinnumarkaðslöggjöf sem gagnast við aðstæður eins og þessar, til þess að leiða fram niðurstöðu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12 Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. 21. febrúar 2023 14:12
Dapurleg staða og ítrekar skyldu Eflingar og SA að ná samningum Ríkisstjórnin ræddi stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á vikulegum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum í morgun. Forsætisráðherra ítrekar skyldu deiluaðila að ná samningum. 21. febrúar 2023 12:23