Þá fjöllum við áfram um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en Eflingarfólk samþykkti í gær að fara í enn víðtækari aðgerðir. Þá stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal félaga í SA um verkbann á Eflingarfólk.
Einnig heyrum við í forstjóra Landsvirkjunar en fyrirtækið ætlar að greiða tuttugu milljarða króna í arð til ríkisins eftir sögulega góðan árangur í fyrra.
Þá fjöllum við um heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu og ræðum við hjúkrunarfræðing sem kallar á stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga.