Svara fyrir vopnaða árás í Borgarholtsskóla sem olli miklum óhug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2023 08:00 Gabríel sendi ljósmyndara Vísis skýr skilaboð þegar hann mætti í héraðsdóm í fyrradag. Vísir Aðalmeðferð í máli fimm karlmanna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla þann 13. janúar 2021 hófst á mánudag og lýkur með málflutningi verjanda á morgun. Vitnaleiðslum lýkur í dag, en sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. Fjórir af sakborningunum eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þá er einn þeirra ákærður fyrir líkamsárás. Fjórir úr hópnum eru 20 ára eða yngri og sá fimmti er tæplega þrítugur. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Sakborningar huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm á mánudag að frátöldum Gabríel Douane sem gaf ljósmyndara fréttastofu skýr skilaboð þegar hann mætti til þingsins með löngutöng á lofti. Einn sakborninganna gaf skýrslu frá Akureyri þar sem hann var veðurtepptur. Til viðbótar er Gabríel ákærður fyrir tvær líkamsárásir í fangelsinu á Hólmsheiði. Önnur árásin var á fanga og hin árásin á fangavörð. Myndbandsupptökur eru til af árásunum og voru spilaðar við aðalmeðferð málsins á mánudaginn. Gabríel hefur komist áður í fréttirnar en hann strauk úr haldi lögreglu í héraðsdómi í fyrra. Töluverð leit var gerð að Gabríel áður en lögregla hafði aftur hendur í hári hans. Spennuþrungið andrúmsloft Dómari í málinu ávarpaði viðstadda í dómsal á mánudagsmorgun og sagði fjölmiðlaumfjöllunarbann ríkja um það sem fram kæmi við skýrslutökur í dómsal þar til skýrslutökum í málinu væri lokið. Um er að ræða heimild dómara sem varð að meginreglu með breytingu laga með frumvarpi dómsmálaráðherra árið 2019. Dómstólar hafa ákveðið að túlka breytt lög þröngt undanfarnar vikur og meinað fjölmiðlum að greina frá gangi mála fyrr en að öllum skýrslutökum loknum. Ákærðu gáfu allir skýrslu í málinu á mánudag. Auk þeirra hefur nokkur fjöldi komið fyrir dóminn og aðrir gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Lögreglumenn, kennarar, nemendur og læknar eru á meðal þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur andrúmsloftið í dómsal verið þrungið spennu. Foreldrar sakborninga voru í salnum á mánudaginn. Þeir sjá hlutina ólíkum augum. Athygli vakti að málið var ekki á dagskrá héraðsdóms á mánudaginn þótt um opið þinghald sé að ræða. Má telja líklegt að vegna þessa hafi Vísir einn fjölmiðla verið með fulltrúa þegar ákærðu gáfu skýrslu. Vísir sendi fyrirspurn á dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag vegna þessa. Fréttin verður uppfærð ef svar berst. Uppgjör tveggja hópa Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. Fram kemur í ákæru að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að sonur hennar hefði sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Synir hennar hefðu verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Uppfært klukkan 11:27 Fram kom í máli dómara í morgun að málið hefði ekki verið birt á dagskrá dómsins á mánudag fyrir mistök. Mistök sem séu reglulega gerð. Þá náðist ekki að ljúka vitnaleiðslum í dag en stefnt á að gera það á morgun. Dómari ítrekaði bann við öllum efnislegum fréttaflutningi þangað til öllum vitnaleiðslum væri lokið. Dómsmál Dómstólar Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11 Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Fjórir af sakborningunum eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þá er einn þeirra ákærður fyrir líkamsárás. Fjórir úr hópnum eru 20 ára eða yngri og sá fimmti er tæplega þrítugur. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Árásin olli miklum óhug í samfélaginu og velti upp spurningum um öryggi innan veggja skóla hér á landi. Sakborningar huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm á mánudag að frátöldum Gabríel Douane sem gaf ljósmyndara fréttastofu skýr skilaboð þegar hann mætti til þingsins með löngutöng á lofti. Einn sakborninganna gaf skýrslu frá Akureyri þar sem hann var veðurtepptur. Til viðbótar er Gabríel ákærður fyrir tvær líkamsárásir í fangelsinu á Hólmsheiði. Önnur árásin var á fanga og hin árásin á fangavörð. Myndbandsupptökur eru til af árásunum og voru spilaðar við aðalmeðferð málsins á mánudaginn. Gabríel hefur komist áður í fréttirnar en hann strauk úr haldi lögreglu í héraðsdómi í fyrra. Töluverð leit var gerð að Gabríel áður en lögregla hafði aftur hendur í hári hans. Spennuþrungið andrúmsloft Dómari í málinu ávarpaði viðstadda í dómsal á mánudagsmorgun og sagði fjölmiðlaumfjöllunarbann ríkja um það sem fram kæmi við skýrslutökur í dómsal þar til skýrslutökum í málinu væri lokið. Um er að ræða heimild dómara sem varð að meginreglu með breytingu laga með frumvarpi dómsmálaráðherra árið 2019. Dómstólar hafa ákveðið að túlka breytt lög þröngt undanfarnar vikur og meinað fjölmiðlum að greina frá gangi mála fyrr en að öllum skýrslutökum loknum. Ákærðu gáfu allir skýrslu í málinu á mánudag. Auk þeirra hefur nokkur fjöldi komið fyrir dóminn og aðrir gefið skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Lögreglumenn, kennarar, nemendur og læknar eru á meðal þeirra sem gefa skýrslu fyrir dómi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur andrúmsloftið í dómsal verið þrungið spennu. Foreldrar sakborninga voru í salnum á mánudaginn. Þeir sjá hlutina ólíkum augum. Athygli vakti að málið var ekki á dagskrá héraðsdóms á mánudaginn þótt um opið þinghald sé að ræða. Má telja líklegt að vegna þessa hafi Vísir einn fjölmiðla verið með fulltrúa þegar ákærðu gáfu skýrslu. Vísir sendi fyrirspurn á dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur á mánudag vegna þessa. Fréttin verður uppfærð ef svar berst. Uppgjör tveggja hópa Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. Fram kemur í ákæru að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að sonur hennar hefði sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Synir hennar hefðu verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Uppfært klukkan 11:27 Fram kom í máli dómara í morgun að málið hefði ekki verið birt á dagskrá dómsins á mánudag fyrir mistök. Mistök sem séu reglulega gerð. Þá náðist ekki að ljúka vitnaleiðslum í dag en stefnt á að gera það á morgun. Dómari ítrekaði bann við öllum efnislegum fréttaflutningi þangað til öllum vitnaleiðslum væri lokið.
Dómsmál Dómstólar Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11 Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. 21. nóvember 2022 19:11
Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. 23. nóvember 2022 16:40