Erlent

Fjár­mála­ráð­herrann vill taka við af Stur­geon

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 32 ára Kate Forbes hefur setið á skoska þinginu frá árinu 2016.
Hin 32 ára Kate Forbes hefur setið á skoska þinginu frá árinu 2016. Getty

Kate Forbes, fjármálaráðherra Skotlands, hefur tilkynnt að hún sækist eftir að taka við af Nicolu Sturgeon sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og þar með verða næsti fyrsti ráðherra landsins.

BBC segir frá þessu. Sturgeon tilkynnti í síðustu viku að hún hafi ákveðið af segja af sér sem leiðtogi í flokknum.

Forbes er þriðja í röðinni til að bjóða sig fram til leiðtogaembættisins en heilbrigðisráðherra Skotlands, Humza Yousaf, var fyrstur til að bjóða fram krafta sína. Ash Regan, fyrrverandi ráðherra, hefur sömuleiðis tilkynnt um framboð sitt.

Hin 32 ára Forbes hefur setið á skoska þinginu frá árinu 2016.

Skoski þjóðarflokkurinn mun á næstu sex vikum standa fyrir leiðtogakjöri innan flokksins, en kjörinu lýkur 27. mars.

Nicola Sturgeon tók við sem leiðtogi Skoska þjóðarflokksins árið 2014 af Alex Salmond.


Tengdar fréttir

Sturgeon segir af sér

Nicola Sturgeon hyggst segja af sér sem fyrsti ráðherra Skotlands. Hún hefur gegnt embættinu síðan árið 2014 en enginn hefur verið ráðherra landsins svo lengi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×