Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. febrúar 2023 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira