Verði áhugavert að sjá yfirmenn útskýra „þetta viðbjóðslega framferði“ fyrir starfsfólki Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. febrúar 2023 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir það vera hörmulegt að horfa upp á verkbannsboðun Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún segir engan samningsvilja vera til staðar hjá samtökunum. Henni þykir það líklegt að verkfallsboðanir sem 1.650 starfsmenn Eflingar hafa verið að greiða atkvæði um verði samþykktar. Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Í morgun var greint frá því að SA hefðu boðað atkvæðagreiðslu um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar sem starfar eftir samningi samtakanna og stéttarfélagsins. Verði verkbannið samþykkt nær það til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna og hefst á þriðjudaginn í næstu viku. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það vera hörmulegt að verða vitni að þeirri vanstillingu sem gripið hefur um sig í forystu SA. „Þau vilja frekar en að ná sanngjörnum og hófstilltum kjarasamningum við Eflingu fara í stríð við 20.609 einstaklinga Eflingarfólks sem halda hér öllu gangandi með vinnu sinni. Það er ekkert minna en magnað að upplifa slíka forherðingu,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segist ekki vita hvernig samtökin ætli að útfæra hlutina verði verkbannið samþykkt. Aðspurð hvort hún telji að það verði samþykkt segist hún ekki getað svarað því. „Hvernig þeir sjá fyrir sér að yfirmenn á vinnustöðum útskýri þetta viðbjóðslega framferði fyrir starfsfólki sínu. Það er áhugavert að reyna að sjá það fyrir sér,“ segir Sólveig. Um helgina funduðu fulltrúar SA og Eflingar í húsakynjum ríkissáttasemjara en í gær var tilkynnt að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Sólveig segir að fulltrúar Eflingar hafi mætt með ríkulegan samningsvilja og afar lausnarmiðuð. „Við vorum að vinna hugmyndir okkar innan ramma kostnaðar SA við önnur félög sem samningar hafa náðst við. Við höfum fallið frá framfærsluuppbótinni og vorum að ræða breytingar á launatöflum. Við vorum að ræða ívilnanir til SA til þess að geta gengið frá samningi. Hlutirnir voru að mjakast, vissulega hægt, en þó var raunveruleg hreyfing í samtalinu. Svo skyndilega stoppaði sú hreyfing mjög harkalega,“ segir Sólveig. Hún segir að síðasta tilboð SA hafi verið að fyrsta árið í launatöflunni myndi fá umframhækkanir upp á tvö þúsund krónur miðað við SGS-samninginn. Til að greiða þær hækkanir yrði þá fimmta árið í launatöflunni að fá fjögur þúsund króna lægri hækkun. „Og ekkert fleira. Þarna er augljóst að það er enginn samningsvilji til staðar hjá SA. Þá fer sem fer,“ segir Sólveig. Nú fer fram atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun meðal starfsmanna hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Henni lýkur í kvöld klukkan sex en Sólveig segist telja það líklegt að sú verkfallsboðun verði samþykkt.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira