Enski boltinn

Markið langþráða hjá Darwin Núnez frá öllum sjónarhornum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Darwin Nunez fagnar hér marki sínu á móti Newcastle United um helgina.
 Darwin Nunez fagnar hér marki sínu á móti Newcastle United um helgina. Getty/Richard Callis

Darwin Núnez skoraði fyrra mark Liverpool í sigrinum á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni en það er óhætt að segja að hann og stuðningsmenn Liverpool hafi verið búnir að bíða lengi eftir þessu marki.

Núnez hafði ekki skorað deildarmark í sex síðustu leikjum á undan eða ekki síðan hann skoraði tvö mörk á móti Southampton 12. nóvember síðastliðinn.

Núnez skoraði bæði mörkin sín á móti Southampton í fyrri hálfleik og hann var því búinn að spila í 510 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora.

Það vantaði ekki færin hjá kappanum og enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur skotið oftar í stöng eða slá.

Hér fyrir neðan má sjá þetta mark kappans sem kom eftir frábæra stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold.

Markið er sýnt frá öllum mögulegum sjónarhornum en þarna sýndi Núnez hraða, styrk og skotvissu sem fær stuðningsmenn Liverpool til að trúa á mun betri tíma hjá Úrúgvæmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×