Fótbolti

Willum Þór hafði betur í Ís­lendinga­slagnum í Hollandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willum Þór Willumsson í leik með Go Ahead Eagles. 
Willum Þór Willumsson í leik með Go Ahead Eagles.  Twitter@GAEagles

Go Ahead Eagles vann 2-0 sigur á Twente í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði GA Eagles en Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá Twente.

Heimamenn í GA Eagles byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir 2-0 yfir eftir rétt rúman stundarfjórðung. Því miður fyrir Willum Þór sem og heimamenn þurfti Íslendingurinn að fara meiddur af velli á 34. mínútu. Ekki er vitað hversu illa meiddur Willum Þór er.

Alfons kom inn af bekknum í hálfleik og þó Twente hafi verið meira með boltann og átt mun fleiri skot en heimamenn þá fór það svo að GA Eagles vann 2-0 sigur.

Sigurinn lyftir GA Eagles upp í 11. sæti deildarinnar með 25 stig að loknum 22 leikjum. Twente er á sama tíma í 5. sæti með 40 stig.

Þeir Willum Þór og Alfons voru teknir í skemmtilegt viðtal í aðdraganda leiksins sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×