Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 11:14 Ólafur Gottskálksson hefur verið opinn með baráttu sína við fíkniefni. Vísir Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni.
Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira