Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 11:14 Ólafur Gottskálksson hefur verið opinn með baráttu sína við fíkniefni. Vísir Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni.
Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira