Nunnan sem liggur á bæn um að Messi komi aftur heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2023 12:30 Lionel Messi þykir ekki líklegur til að spila áfram með Paris Saint Germain liðinu og marga í Barcelona dreymir um að fá hann aftur heim. Getty/Marc Atkins Lionel Messi á sér marga aðdáendur í Barcelona eftir magnaðan tíma þar en ein af þeim frægustu er nunnan Systir Lucia. Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins. Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Franska blaðið L'Equipe fjallar sérstaklega um nunnuna í tilefni af því að margir eru að velta því fyrir sér hvort Lionel Messi sé á leiðinni aftur til Barcelona nú þegar líkurnar minnki á því að hann spili áfram með Paris Saint Germain. Systir Lucia er mikill fótboltaáhugakona og góður vinur Messi frá því að hann lék með Barcelona. Þau kynntust þegar hann var ungur strákur í Barcelona og hann þakkaði henni sérstaklega fyrir stuðninginn sem hún sýndi honum á meðan hann stóð í dómsmálum vegna skattaskulda. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Systir Lucia hefur aðsetur í klaustri í bænum Manresa sem er sextíu kílómetra frá Barcelona og fyrrum heimavöllur íslenska körfuboltamannsins Hauks Helga Pálssonar. Systir Lucia hefur elskað Barcelona liðið síðan að hún kom fyrst til Katalóníu árið 1995. Hún hafði misst áhugann á fótbolta en fékk hann aftur þegar hún hitti argentínsku HM-hetjuna Mario Kampes á götu í Valencia. „Þegar ég var í Valencia þá hitti ég Mario Kempes sem var hetjan í 1978 heimsmeistaraliði Argentínu. Hann tók í höndina á mér og ég þvoði hana ekki í viku,“ sagði systir Lucia við blaðamann L'Equipe. „Ég þekki Leo frá því að hann var ungur strákur. Við hittumst aftur á bílastæðinu við Nývang árið 2016 þegar hann var í vandræðum með skattyfirvöld og hafði talað um að hann ætlaði að yfirgefa félagið. Hann faðmaði mig og þakkaði mér fyrir stuðninginn sem ég sýndi honum á samfélagsmiðlum,“ sagði systir Lucia. „Messi spilar fótbolta svo fullkomlega að hann er á mörkunum að vera guðdómlegur. Hann hefur líka mörgum sinnum tekið þátt í Invulnerables verkefninu þar sem við erum að berjast gegn fátækt barna. Hann er mjög hógvær maður sem hefur mikið af sér,“ sagði hún og er viss um að Messi muni spila aftur fyrir Barcelona liðið. „Ég er viss um að Leo Messi mun snúa aftur til Barcelona,“ sagði systir Lucia. Hún setti mikla pressu á forráðamenn Messi að halda honum á sínum tíma og hefur haldið pressunni áfram að þeir geri allt til að hann snúi aftur. Systir Lucia hugsar ekki bara um guð og fótbolta því hún hefur ferðast oftar en einu sinni til Vesturhluta Úkraínu til að aðstoða fólk sem á um sárt að binda vegna stríðsins.
Spænski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira