Rannsaka greiðslur Barcelona til varaformanns dómaranefndar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. febrúar 2023 07:01 Spænska stórveldið Barcelona er sagt hafa greitt fyrirtæki í eigu fyrrverandi varaformanni spænsku dómaranefndarinnar háar fjárhæðir á síðustu árum. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Saksóknarar á Spáni rannsaka nú greiðslur sem spænska stórveldið Barcelona greiddi fyrirtæki í eigu José María Enríquez Negreira á árunum 2016 til 2018. Negreira var þá varaformaður spænsku dómaranefndarinnar, CTA. Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum. Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Það var spænska útvarpsstöðin Cadena SER sem greindi frá þessu síðastliðinn miðvikudag, en Barcelona á að hafa greitt fyrirtækinu í kringum 1,4 milljónir evra á tímabilinu, sem samsvarar um 217 milljónum króna. Barcelona segist hafa vitað af rannsókninni og að hún snúi að því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi ráðgjafa sem hafi útvegað tæknilegum skýrslum tengum dómgæslu, ásamt því að segja að þetta væri algengt meðal atvinnuknattspyrnufélaga. Þá segir félagið einnig að ráðgjafinn hafi útvegað skýrslum í formi myndbanda af yngri leikmönnum annarra spænskra félaga. Prosecutors investigate Barcelona payments to company owned by refereeing official https://t.co/qw3RzFAIXs— Sid Lowe (@sidlowe) February 16, 2023 Greiðslurnar nái langt aftur í tímann Josep Maria Bartomeu, fyrrverandi forseti Barcelona, sagði svo síðar í samtali við spænska íþróttamiðilinn Mundo Deportivo að greiðslurnar til fyrirtækisins næðu langt aftur í tímann og að þær hafi hafist fyrir árið 2003. Hann segir að félagið hafi greitt 575 þúsund evrur á ári síðan tímabilið 2009-2010. Það hafi hins vegar verið sparnaðarúrræði að hætta greiðslunum árið 2018, sama ár og Negreira yfirgaf dómaranefndina. Þess skal þó getið að Negreira hafði ekki völd innan nefndarinnar til að skipa dómara á ákveðna leiki. Josep Maria Bartomeu var forseti Barcelona frá 2014 til 2020.Noelia Deniz/Urbanandsport /NurPhoto via Getty Images Börsungar vilja lítið tjá sig Aðspurðir út í ummæla síns fyrrverandi forseta vildu forsvarsmenn Barcelona lítið tjá sig. Þess í stað bentu þeir á yfirlýsinguna sem félagið sendi frá sér á miðvikudaginn. Joan Gaspart, sem var forseti félagsins frá 2000 til 2003, neitaði einnig að hafa vitað um greiðslur til fyrirtækisins, en eins og áður segir sagði Bartomeu að greiðslurnar næðu aftur til fyrir ársins 2003. Þá hefur CTA einnig sagt frá því að Negreira hafi ekki verið í neinu opinberu hlutverki fyrir nefndina frá árinu 2018, og að enginn dómari eða meðlimur hennar geti unnið verk sem muni valda hagsmunaárekstrum.
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira