Enn bráðnar í Öskjuvatni og stærstur hlutinn hulinn kurluðum ís Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 07:39 Hægt hefur á bráðnuninni eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. ESA/HÍ Íslausa svæðið í Öskjuvatni er nú orðið 539 hektarar að stærð og er meginhluti vatnsins hulinn kurluðum ís og eru aðeins örfáir ísflekar sjáanlegir. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur. Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur.
Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39
Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54