Enn bráðnar í Öskjuvatni og stærstur hlutinn hulinn kurluðum ís Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 07:39 Hægt hefur á bráðnuninni eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. ESA/HÍ Íslausa svæðið í Öskjuvatni er nú orðið 539 hektarar að stærð og er meginhluti vatnsins hulinn kurluðum ís og eru aðeins örfáir ísflekar sjáanlegir. Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur. Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá í Háskóla Íslands sem birtist á Facebook í gærkvöldi þar sem sýnt er í nýja mynd frá Geimvísindastofnun Evrópu af svæðinu. Myndir hafa sýnt að ísinn á Öskjuvatni hafi hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Í venjulegu árferði gerist það vanalega í júní eða júlí, en síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Í færslunni nú segir að bráðnunin sé hröð, en hún hafi hægt á sér eftir að ísinn byrjaði að brotna upp. Hún hefði átt að verða hraðari ef veður og öldugangur væri að stjórna bráð. „Annað sem er mjög áhugavert á þeirri mynd sem kom í kvöld eru snjólausu svæðin austan og sunnan við Bátshraun. Þarna eru komin stór svæði án snævar og bera ummerki um að landið sé farið að hitna. Sjáum hvað setur,“ segir í færslunni sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur ritar undir. Áður hafa starfsmenn Veðurstofunnar sagt frá því að land hafi risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað sé að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengi hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Þá hafi engar teljandi breytingar orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur.
Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39 Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15. febrúar 2023 17:39
Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. 14. febrúar 2023 11:54