Cloé kölluð inn í kanadíska landsliðið en landsliðskonurnar hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2023 09:31 Cloe Lacasse fagnar marki með Benfica í Meistaradeildinni. Getty/Boris Streubel Hin íslensk-kanadíska Cloé Eyja Lacasse er í landsliðshópi Kanada á SheBelieves æfingamótinu. Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Cloé lék í mörg ár með ÍBV og fékk íslenskan ríkisborgararétt áður en hún fór til Portúgals til að spila fyrir Benfica þar sem hún hefur haldið áfram að raða inn mörkum. Kanadísku landsliðskonurnar hótuðu því að fara í verkfall í þessu verkefni til að mótmæla niðurskurði hjá kanadíska kvennalandsliðinu. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Landsliðskonurnar hættu við það eftir að forráðamenn sambandsins hótuðu þeim með þungum skaðabótum. Cloé og félagar samþykktu því að spila þessa leiki en fylgdu því eftir með því að hóta verkfalli í næsta verkefni landsliðsins í apríl. Leikmennirnir segja óánægju þeirra snúast ekki bara um peninga en létu þó vita af því að þær hafi ekki fengið neitt greitt fyrir árið 2022. Þær sækjast eftir því að fá jafnmikið og leikmenn karlalandsliðsins en þær heimta líka að það verði lagt jafnmikið í fjármagn í kvennalandsliðið eins og karlalandsliðið. Meðal þess sem vantar upp á er að fá fleiri starfsmenn til aðstoða liðið. First one of the day from Orlando for @ESPNFC: an overview of Canadian players' fight with their federation, why they will play the SheBelieves Cup in protest, and what could happen next.https://t.co/JgDqSwpQKj— Jeff Kassouf (@JeffKassouf) February 15, 2023 Kanadíska sambandið hefur aftur á mótið boðað niðurskurð á öllum vígstöðvum. Kanadíska kvennalandsliðið hefur náð frábærum árangri á síðustu árum. Liðið vann brons á Ólympíuleikunum 2012 og 2016 en vann síðan gullið á síðustu Ólympíuleikum. Kanadíska karlalandsliði komst á sitt fyrsta heimsmeistaramót í 36 ár þegar þeir tryggðu sig inn á HM í Katar en næsta heimsmeistaramót fer síðan fram í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó. Cloé og félagar hennar í landsliðinu spila við Bandaríkin, Brasilíu og Japan á SheBelieves æfingamótinu. Hún hefur spilað fimmtánd landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Hún hefur þó aðeins fengið að byrja þrjá leiki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Kanada Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira