Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 21:10 Háskóli Íslands Vísir/Vilhelm Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“ Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“
Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira