Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Máni Snær Þorláksson skrifar 15. febrúar 2023 21:10 Háskóli Íslands Vísir/Vilhelm Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“ Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Til stendur að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands. Um er að ræða bílastæði á malarplani við háskólann en hingað til hefur fólk ekki þurft að borga fyrir að leggja bílnum þar. Óhætt er að segja að þessi mögulega gjaldskylda sé umdeild. Viðmælendur sem ræddu við Ísland í dag voru til dæmis ekki allir á sama máli þegar þeir voru spurðir út í málið í síðustu viku. Hreyfingin sé ekki að verja hagsmuni stúdenta Á fundi stúdentaráðs í gær lagði Dagur Kárason, oddviti Vöku og fulltrúi í Stúdentaráði, fram ályktunartillögu gegn gjaldskyldu á bílastæðum Háskóla Íslands. Samkvæmt yfirlýsingu frá Vöku lagði fulltrúi Röskvu til að ályktunartillögunni yrði vísað frá þegar hún var tekin upp á fundinum. „Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktun Vöku, en fulltrúar Vöku kusu gegn frávísuninni. Efni tillögunnar sjálfrar var ekki einu sinni tekið til umræðu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til færslu sem Röskva birti á Instagram-síðu í kjölfar fundarins. Í færslunni er fullyrt að óhjákvæmilegt sé að háskólinn komi á gjaldskyldu á bílastæðin. Í yfirlýsingu Vöku er þessi fullyrðing gagnrýnd: „Fulltrúar Röskvu firra sig þar með ábyrgð sinni til að standa gegn auknum álögum á stúdenta. Í yfirlýsingunni benda þau einnig á U-passann sem lausn fyrir þá sem keyra þurfa. Staðreyndin er sú, eins og Vaka hefur bent á áður, að strætókerfið hentar einfaldlega ekki þörfum stórs hluta stúdenta jafnvel þó að verðið væri lækkað. Það á til að mynda við um stúdenta sem búa á ytri svæðum höfuðborgarsvæðisins eða á landsbyggðinni, eru foreldrar eða sinna skyldum með skóla eins og vinnu.“ Að lokum segir Vaka að með þessu hafi Röskva skýrt afstöðu sína í verki. Með þessu sé hreyfingin ekki að verja beina hagsmuni stúdenta. Mikilvægt að leita lausna Í svörum frá Rebekku Karlsdóttir, forseta Stúdentaráðs, við fyrirspurnum fréttastofu, segir hún að samkvæmt samþykktri stefnu Stúdentaráðs sé eitt helsta málefni ráðsins framtíð háskólasvæðisins sem felur í sér samþjöppun á starfsemi háskólans, þéttara skipulag og bættar almenningssamgöngur. „Þá er lögð áhersla á grunnþjónustukjarna í Vatnsmýrinni sem skuli þjónusta stúdenta, starfsfólk og nærliggjandi svæði, fleiri stúdentaíbúðir og eflingu vistvænna samgöngukosta, til að mynda með innleiðingu samgöngukorts á hagstæðu verði, líkt og Stúdentaráð hefur þegar talað um sem U-passa og Háskóli Íslands tekið tillit til. Passinn er að fyrirmynd U-pass sem þekkist erlendis og veitir aðgang að fjölmörgum samgöngukostum.“ Þá segir hún að allt frá því að áform Háskóla Íslands um að taka upp gjaldskyldu á bílastæðum skólans komu fyrst upp hafi skrifstofa Stúdentaráðs ítrekað við háskólayfirvöld að U-passinn skuli verða að veruleika samhliða þeim áformum og að mikilvægt sé að leitað verði lausna fyrir þá stúdenta sem þurfa að reiða sig á bíl. „Stúdentaráð hefur jafnframt beitt sér gagnvart stjórnvöldum fyrir auknu fjármagni til almenningssamgangna til þess að hægt sé að innleiða U-passa, sjá yfirlýsingu ráðsins hér. Háskólayfirvöld hafa tekið vel í kröfur Stúdentaráðs og bindur skrifstofan miklar vonir við að útfærsla og framkvæmd á téðum áformum verði vel ígrunduð, sem og að farsælar lausnir verði fundnar fyrir stúdenta og starfsfólk.“
Hagsmunir stúdenta Bílastæði Háskólar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira