Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Snorri Másson skrifar 9. febrúar 2023 08:50 Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. Ganga má út frá því að í þeim áformum felist gjaldtaka á stóru malarbílastæði á móti aðalbyggingu skólans, sem hundruð nemenda nýta sér hvern dag á meðan farið er í tíma. Nú þegar er gjald tekið í „skeifunni“ beint framan við aðalbygginguna. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri gjaldtöku vegna bílastæða hjá Háskóla Íslands. Sjá má viðtölin í Íslandi í dag hér að ofan. Umfjöllun hefst á sjöundu mínútu.Vísir/Einar „Úff. Ég get ekki borgað meira. Þegar það er vont veður leggur maður þarna fyrir ofan og borgar einhvern sjö hundruð kall. Ég gæti alveg borgað af og til en ef þetta stæði verður líka [stórt stæði á lóð við háskólann], er einhvern veginn ekkert eftir fyrir okkur þar sem maður þarf ekki að borga,“ segir Tinna Þórsdóttir laganemi. Á svipuðum nótum talar Sigurður Pétursson sagnfræðinemi, hann bendir á stæðið þar sem þegar er rukkað og segir: „Ég er mjög á móti þessu. Ég lít á þetta ókeypis stæði sem stæði fyrir plebba eins og mig. En fyrir þá ríku, þá mega þeir alveg leggja þarna uppi.“ Sigurður Pétursson sagnfræðinemi: „Ég tók strætó í morgun. Það var appelsínugul viðvörun og ekki sérstaklega gaman. Ég er frekar til í að vera á einkabílnum.“Vísir/Einar Verkfræðinemarnir Valdimar Sverrisson og Atli Kristjánsson eru hins vegar á því að þessi ráðstöfun myndi hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, í það minnsta þá. Aftur á móti benda þeir á að ef háskólinn hyggist taka gjald fyrir malarbílastæði í Vatnsmýrinni, ætti skólinn að sinna bílastæðinu og gera það nothæfara fyrir nemendur. Bílar Bílastæði Samgöngur Háskólar Tengdar fréttir Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Ganga má út frá því að í þeim áformum felist gjaldtaka á stóru malarbílastæði á móti aðalbyggingu skólans, sem hundruð nemenda nýta sér hvern dag á meðan farið er í tíma. Nú þegar er gjald tekið í „skeifunni“ beint framan við aðalbygginguna. Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri gjaldtöku vegna bílastæða hjá Háskóla Íslands. Sjá má viðtölin í Íslandi í dag hér að ofan. Umfjöllun hefst á sjöundu mínútu.Vísir/Einar „Úff. Ég get ekki borgað meira. Þegar það er vont veður leggur maður þarna fyrir ofan og borgar einhvern sjö hundruð kall. Ég gæti alveg borgað af og til en ef þetta stæði verður líka [stórt stæði á lóð við háskólann], er einhvern veginn ekkert eftir fyrir okkur þar sem maður þarf ekki að borga,“ segir Tinna Þórsdóttir laganemi. Á svipuðum nótum talar Sigurður Pétursson sagnfræðinemi, hann bendir á stæðið þar sem þegar er rukkað og segir: „Ég er mjög á móti þessu. Ég lít á þetta ókeypis stæði sem stæði fyrir plebba eins og mig. En fyrir þá ríku, þá mega þeir alveg leggja þarna uppi.“ Sigurður Pétursson sagnfræðinemi: „Ég tók strætó í morgun. Það var appelsínugul viðvörun og ekki sérstaklega gaman. Ég er frekar til í að vera á einkabílnum.“Vísir/Einar Verkfræðinemarnir Valdimar Sverrisson og Atli Kristjánsson eru hins vegar á því að þessi ráðstöfun myndi hvetja fólk til að nýta sér almenningssamgöngur, í það minnsta þá. Aftur á móti benda þeir á að ef háskólinn hyggist taka gjald fyrir malarbílastæði í Vatnsmýrinni, ætti skólinn að sinna bílastæðinu og gera það nothæfara fyrir nemendur.
Bílar Bílastæði Samgöngur Háskólar Tengdar fréttir Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Skoða gjaldtöku á öllum bílastæðum HÍ Gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands er til skoðunar. Nemendur og starfsfólk hafa hingað til fengið að leggja endurgjaldslaust við skólann. Á nýju ári gæti það heyrt sögunni til. 23. desember 2022 18:25