Neita sök í hoppukastalamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2023 13:49 Frá vettvangi slyssins sumarið 2021. Vísir/Lillý Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri, neitaði sök þegar hoppukastalamálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Það sama gerðu hinir fjórir sakborningarnir í málinu. Allir fimm krefjast þess að málinu verði vísað frá. Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar. Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Heimir Örn og hinir fjórir eru ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Um var að ræða 1600 fermetra hoppukastala sem bar nafnið Skrímslið sem komið var upp við Skautahöllina á Akureyri í júní 2021. Það var svo fimmtudaginn 1. júlí sem kastalinn tókst á loft með þeim afleiðingum að fjögur börn slösuðust, þar af eitt mjög alvarlega. Málið var lengi til rannsóknar en ákæra í því var nýlega gefin út. Hinir fimm ákærðu eru sakaðir um að hafa hvorki fest kastalann nægilega við jörð né fylgst nægilega með þeim festingum sem þó voru fyrir hendi, með þeim afleiðingum að eitt horn kastalans losnaði og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálfan sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og forseti bæjarstjórnarinnar á Akureyri.Aðsend Þrír hinna ákærðu voru á vegum eiganda hoppukastalans en hinir tveir, Heimir Örn þar á meðal, voru sjálfboðaliðar á vegum KA, sem tók hoppukastalann á leigu. Málið var sem fyrr segir þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Þar var Heimir Örn mættur í gegnum fjarfundarbúnað, auk þriggja annarra sakborninga. Sá eini sem mætti í dómsal á Akureyri í dag af sakborningunum var hinn sjálfboðaliðinn sem var á vegum KA. Allir fimm neituðu sök í málinu þegar sakarefnin voru borin undir þá í dag. Þá gerðu lögmenn þeirra allra kröfu um að málinu verði vísað frá dómi. Tekist verður á um þá kröfu þann 1. mars næstkomandi. Harmað að sjálfboðaliðar séu ákærðir Eftir að ákæran var gefin út gáfu forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar út yfirlýsingu þar sem það var harmað að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastalananum. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Þá hefur meirihlutinn á Akureyri lýst yfir fullu trausti við störf Heimis Arnar.
Dómsmál Akureyri Hoppukastalaslys á Akureyri Tengdar fréttir Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18 Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30. janúar 2023 10:18
Forseti bæjarstjórnar á Akureyri ákærður vegna hoppukastalaslyssins Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, er meðal fimm ákærðra í máli vegna slyss í hoppukastala á Akureyri fyrir einu og hálfu ári síðan. Sakborningarnir eru taldir hafa sýnt af sér aðgæsluleysi og vanrækslu. 27. janúar 2023 18:32