Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2023 09:01 Leiknir teflir fram karlaliði en ekki kvennaliði, og má því samkvæmt núgildandi leyfisreglugerð KSÍ ekki spila í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið. Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ. KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira
Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ.
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Fleiri fréttir Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Sjá meira