Tekist á um það hvort karlalið kalli á kvennalið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2023 09:01 Leiknir teflir fram karlaliði en ekki kvennaliði, og má því samkvæmt núgildandi leyfisreglugerð KSÍ ekki spila í efstu deild. Vísir/Hulda Margrét Á meðal þeirra mála sem tekist verður á um á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands síðar í mánuðinum er hvort að skylda eigi félög með karlalið í efstu deild til þess að vera einnig með kvennalið. Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ. KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira
Stjórn KSÍ gerði breytingar á leyfiskerfi undir lok síðasta árs. Breytingarnar gera það að verkum að félögum í efstu deild karla í fótbolta er skylt að starfrækja einnig lið í meistaraflokki kvenna, sem og að taka þátt í opinberum mótum yngri flokka kvenna. Þetta myndi í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á þau lið sem spila í efstu deild karla næsta sumar en hefði haft áhrif í fyrra, þegar Leiknir úr Breiðholti lék þar. Leiknir teflir nefnilega ekki fram liði á Íslandsmóti kvenna og hið sama má segja um Kórdrengi, Vestra og Njarðvík sem líkt og Leiknir munu í sumar leika í næstefstu deild, og gætu því mögulega unnið sig upp í efstu deild í haust. Gengur lengra en UEFA Orri Hlöðversson, formaður Íslensks toppfótbolta, ÍTF, leggur til að ákvörðun stjórnar KSÍ verði felld úr gildi. Um það verður kosið á ársþinginu á Ísafirði 25. febrúar. Í greinargerð með tillögu Orra segir að leyfisreglugerð KSÍ eigi ekki að ganga lengra en leyfisreglugerð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, geri ráð fyrir hverju sinni. „Á sama tíma og verið er að lækka fjárframlög til aðildarfélaga og auka jafnframt kostnað vegna þátttöku í mótahaldi er ekki forsvaranlegt að kröfur í leyfiskerfinu gangi lengra heldur en kröfur UEFA og auki þar með enn á kostnað. Auk þess búa sum lið t.d. á landsbyggðinni við þær aðstæður að afar erfitt getur verið fyrir viðkomandi félag að fullmanna lið í meistaraflokki kvenna, jafnvel þó að farið væri í samstarf með öðrum félögum,“ segir Orri í greinargerð með tillögu sinni. Stjórn KSÍ vísar í fordæmi Stjórn KSÍ hefur sent frá sér athugasemdir vegna tillögunnar þar sem fram kemur að hún leggist gegn henni. Þar segir að leyfiskerfið sé verkfæri til að bæta umhverfi íslenskrar knattspyrnu og að áður hafi verið settar þar inn kröfur sem gangi lengra en UEFA geri. „Þar má nefna kröfu um eiginfjárstöðu félaga sem reynst hefur vel í fjölda ára, kröfu til menntunar þjálfara yngri flokka, menntunar markmannsþjálfara, fjölda yngri liða og virkrar heimasíðu,“ segir meðal annars í athugasemdum stjórnar KSÍ.
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira