Hvarf sporlaust en síminn og hundataumurinn urðu eftir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Nicola og hundurinn hennar Willow. Lögreglan í Lancashire Lögreglan í Bretlandi leitar enn lifandi ljósi að tveggja barna móður á fimmtugsaldri sem hvarf sporlaust fyrir rúmum tveimur vikum. Síðast sást til hennar þegar hún fór út að ganga með hundinn sinn við Wyre ána 27. janúar. Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's. Bretland England Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Nicola Bulley fór á fætur þann 27. janúar eins og alla föstudagsmorgna, fór út í bíl með hundinn sinn Willow og dætur sínar tvær, sex og níu ára, og keyrði stelpurnar í skólann. Um þetta hefur verið fjallað mikið í breskum fjölmiðlum. Bulley, sem er 45 ára gömul, lagði svo bílnum sínum á bílastæði í bænum St. Michael's við Wyre ána og fór í göngutúr með Willow. Bulley sneri aldrei aftur í bílinn sinn og hefur enn ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Klukkan 8:43 gekk Bulley með fram ánni en annar göngumaður með hund, sem þekkir til Bulley, sá til hennar á hinum svokallaða neðri akri (e. lower field). Eftir þetta sendi hún yfirmanni sínum tölvupóst og skráði sig svo inn á vinnufund á Teams en hún starfar sem lánaráðgjafi. Kort af svæðinu sem Nicola sást síðast á.Lögreglan í Lancashire Klukkan 9:10 sá annar göngumaður með hund til hennar á efri akrinum (e. upper field). Um 25 mínútum síðar fannst síminn hennar, enn skráður inn á Teams-fundinn, á bekk við árbakkann og ólin og taumurinn af hundnum á jörðinni við hliðina á. Telja ekkert saknæmt hafa átt sér stað Lögreglumenn telja að Nicola hafi fallið í ána og rannsóknin gengur út frá því að hvarf hennar hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Lögreglumennirnir telja ekki að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Þeir segjast þó opnir fyrir að skoða allt komi ný sönnunargögn fram sem benda þeim annað. Lögreglan hefur þá útilokað að Nicola hafi yfirgefið svæðið á öðrum stað og leitin einblínir nú á svæði sem leiðir að Garstang vegi í St. Michael's. Engar öryggismyndavélar ná til þess svæðis. Telja Nicolu ekki á þessum stað árinnar Kafarar hafa leitað í ánni, drónar og þyrlur leitað úr lofti og gögn úr bæði símanum hennar og snjallúri verið notuð við leitina. Þá hefur verið leitað í yfirgefnum húsum og hjólhýsum í nágrenni við ána. Björgunarsveitir við störf á Wyre ánni.Lögreglan í Lancashire Sérfræðikafarar frá Specialist Group International voru fengnir til að aðstoða við leitina og hefur stofnandi fyrirtækisins Peter Faulding, sagt að hann telji ólíklegt að Nicola hafi fallið í ána þar sem lögregla telur hana hafa gert það. „Ef Nicola væri í áni hefði ég fundið hana, ég get fullyrt það, og hún er ekki í þessum hluta árinnar,“ sagði Faulding á dögunum. Sjálfskipaðir rannsakendur til trafala Hundruð sjálfboðaliða hafa tekið þátt í leitinni en ekkert nýtt komið fram. Þessi mikli fjöldi sjálfboðaliða hefur reynst lögreglu erfiður og á fimmtudag þurfti lögregla að vísa sjálfboðaliðum á brott. Að sögn lögreglu var þar um að ræða sjálfútnefnda rannsakendur og fólk sem var að taka myndbönd af lögreglu við störf. Auk þess hafa íbúar í St. Michael's þurft að fá utanaðkomandi öryggisverði vegna fólksfjölgunarinnar. Nicola hvarf sporlaust úr göngutúr með hundinn.Lögreglan í Lancashire Í gær tilkynnti lögregla að víkka eigi út rannsóknina og hefur til skoðunar daginn fyrir hvarfið. Lögregla hefur meðal annars óskað eftir að fá myndbandsupptökur frá 26. janúar úr öryggismyndavélum í St. Michael's.
Bretland England Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira