Enski boltinn

Neville svo ánægður með Ten Hag að hann er farinn að klæða sig eins og hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grínistinn Will Ferrell kom til þeirra Gary Neville, Micah Richards og Roy Keane á settinu á Etihad leikvanginum fyrir leik Manchester City og Aston Villa.
Grínistinn Will Ferrell kom til þeirra Gary Neville, Micah Richards og Roy Keane á settinu á Etihad leikvanginum fyrir leik Manchester City og Aston Villa. Getty/Matt McNulty

Gary Neville er eins og flestir stuðningsmenn Manchester United himinlifandi með knattspyrnustjórann Erik ten Hag.

Ten Hag hefur hreinsað vel til á Old Trafford og er að byggja upp öflugt lið sem nálgast toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar með hverri vikunni.

United komst tímabundið upp fyrir Manchester City í gær eftir 2-0 sigur á Leeds United.

United liðið er í þriðja sæti, fimm stigum á eftir toppliði Arsenal en hefur leikið tveimur leikjum meira.

Gary Neville vakti athygli fyrir klæðaburð sinni í Sky Sports myndverinu í gær því hann var mættur í einkennisbúningi Ten Hag sem er rúllukragapeysan.

Félagar hans í þættinum, Roy Keane og Micah Richards, leyfðu sér aðeins að skjóta á Gary Neville en hann hafði gaman af því.

Eitt það besta við komu Ten Hag var að honum tókst að kveikja aftur á Marcus Rashford sem hefur raðið inn mörkum á leiktíðinni og skoraði sitt 21. mark á móti Leeds í gær.

Hér fyrir neðan má sjá Gary Neville mæta í einkennisbúningi Ten Hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×