Innlent

Hús í Kjósinni fór í sundur

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Brak úr húsinu fauk á víð og dreif.
Brak úr húsinu fauk á víð og dreif. Brynjar Bjarnason

Hús við Meðalfellsvatn í Kjós fór í sundur í hvassviðrinu nú skömmu fyrir hádegi.

Að sögn sjónarvotta fór húsið í sundur og fuku brotin á víð og dreif um svæðið í vindhviðunum.

Brynjar Már Bjarnason, hjá björgunarsveitinni Kili, segir að mannskapur hafi verið sendur á staðinn.

„Það er verið að tryggja þak sem farið hefur og skemmt einhver þrjú eða fjögur hús í grenndinni og þeir eru nýlentir á svæðinu. Þetta er einhver bústaður sem er í byggingu og þakið virðist hafa sprungið upp,“ segir Brynjar Már. 

Brynjar segir að aðgerðir hafi gengið vel en brak úr húsinu fauk meðal annars út í Meðalfellsvatn.

Þakið fauk alla leið út í Meðalfellsvatn.Brynjar Bjarnason

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.