Flutt í burtu eftir áfallið og vill að Birkir komi með Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 07:30 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. @gordonsophie Eftir að hafa vaknað upp við jarðskjálfta að stærð 7,8, ein í íbúð þeirra Birkis Bjarnasonar í Adana, hefur fyrirsætan Sophie Gordon ákveðið að yfirgefa Tyrkland fyrir fullt og allt. Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum. Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira
Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum.
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Sjá meira