Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 13:46 Farið var með leikskólabarnið á sjúkrahús eftir að það setti nikótínpúða upp í sig. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“ Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“
Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira