Fótbolti

PSG úr leik í bikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Messi og félagar eru úr leik í bikarnum.
Messi og félagar eru úr leik í bikarnum. Vísir/Getty

Marseille gerði sér lítið fyrir og sló risalið PSG út úr frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. 

Stórleikur PSG og Marseille var á dagskrá í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld en liðin eru í efstu tveimur sætum Ligue 1.

Heimamenn í Marseille tóku forystuna á 31.mínútu þegar Alexis Sanchez skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Sergio Ramos. Ramos átti þó eftir að svara fyrir sig því hann jafnaði rétt áður en fyrri hálfleikur var á enda og staðan því 1-1 í leikhléi.

Ruslan Malinovskyi skoraði hins vegar frábært mark snemma í síðari hálfleik og það reyndist sigurmark leiksins. Undir lokin var Ramos nálægt því að jafna metin en var dæmdur rangstæður og þrátt fyrir mikla pressu gestanna tókst þeim ekki að jafna.

Marseille er því komið í 8-liða úrslitin en Messi, Mbappe og félagar úr leik. Mbappe var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.