Enski boltinn

Fulham áfram í enska bikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Harry Wilson fagnar marki sínu í kvöld.
Harry Wilson fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Fulham er komið áfram í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 3-2 útisigur á Sunderland í kvöld.

Leikurinn var seinni viðureign liðanna en fyrri leiknum á heimavelli Fulham lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti annan leik til að skera úr um hvort liðið færi áfram í næstu umferð.

Úrvalsdeildarlið Fulham hóf leikinn af krafti og Harry Wilson kom liðinu í 1-0 strax á 8.mínútu eftir sendingu frá Carlos Vinicius. 

Staðan í hálfleik var 1-0 en á 59.mínútu tvöfaldaði Andreas Pereira forystu Fulham og kom þeim í góða stöðu. 

Sunderland, sem leikur í Championship-deildinni, minnkaði muninn á 77.mínútu þegar Jack Clarke skoraði en hinn franski Layvin Kurzawa slökkti vonir stuðningsmanna Sunderland þegar hann kom Fulham í 3-1 á 82.mínútu.

Þrátt fyrir að Jewison Bennette hafi minnkað muninn í 3-2 í uppbótartíma dugði það ekki til og Fulham fagnaði sæti í næstu umferð.

Fulham er því komið áfram í enska bikarnum og mætir .Leeds United á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×