Saga Matthildur og Kjalar stíga á stokk annað kvöld og munu þau að þessu sinni flytja þrjú lög. Fyrsta lagið sem þau flytja er lag sem kom út á fæðingarári þeirra. Þá munu þau einnig flytja eitt lag að eigin vali og að lokum munu þau bæði spreyta sig á laginu „Leiðina heim“ sem er sigurlag keppninnar.
Lagið „Leiðina heim“ var samið í lagahöfundabúðum Iceland Sync og Mantik Music síðasta haust. Það voru þau Klara Elias, Malthe Seierup og Danny McMillan sem sömdu lagið. Klara færði svo textann yfir á íslensku og Þormóður Eiríksson útsetti lagið ásamt Klöru fyrir Idolið.
Hér fyrir neðan má sjá lagaval Sögu Matthildar og Kjalars fyrir úrslitakvöldið.
Kjalar - 900-9006
„Hit Me Baby One More Time“ - Britney Spears
„Háa C“ - Móses Hightower
Sigurlagið „Leiðina heim“

Saga Matthildur - 900-9001
„Iris“ - Goo Goo Dolls
„A Change Is Gonna Come“ - Sam Cooke
Sigurlagið „Leiðina heim“
