Félagi Birkis hneykslaður á ákvörðun Tyrkja Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 08:34 Fredrik Gulbrandsen er leikmaður Adana Demirspor líkt og Birkir Bjarnason. Getty/Mustafa Ciftci Þrátt fyrir að enn sé verið að leita að fólki í rústum bygginga eftir jarðskjálftann mannskæða í Tyrklandi hefur verið ákveðið að næsta umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni verði spiluð eftir rúma viku. Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen) Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen)
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira