Fótbolti

Ronaldinho verður meira í Barcelona eftir að sonur hans samdi við félagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldinho og Lionel Messi þegar þeir léku hlið við hlið hjá Barcelona.
Ronaldinho og Lionel Messi þegar þeir léku hlið við hlið hjá Barcelona. Getty/Denis Doyle

Sonur Ronaldinho hefur gengið frá samningi við Barcelona og faðir hans er ánægður með fréttirnar.

Barcelona hefur áakveðið að semja við hinn sautján ára gamla Joao de Assis Moreira.

Strákurinn, þekktur undir nafninu Joao Mendes, fylgir því í fótspor föður síns sem var besti leikmaður liðsins og besti leikmaður heims þegar hann lék með Barcelona í byrjun aldarinnar.

Joao Mendes var á reynslu síðan í janúar en hefur staðið sig nógu vel hjá spænska félaginu til að fá samning.

Joao Mendes lék áður með Cruzerio en missti samninginn sinn þar. Hann á að búa yfir eitthvað af hæfileikum föður síns en hann er samt frekar hreinræktaður framherji heldur en sókndjarfur miðjumaður eins og faðirinn var.

Ronaldinho staðfesti við Marca að strákurinn sé á leið til Barcelona.

„Já hann er að koma núna. Ég yfirgef aldrei félagið. Barcelona er hluti af mínu lífi og hvert sem ég fer þá tek ég Barcelona með mér. Með komu sonar míns til Barcelona þá verður ég meira þar en áður,“ sagði Ronaldinho.

Ronaldinho er nú 42 ára gamall en hann spilaði með Barcelona frá 2003 til 2008. Hann fékk Gullhnöttinn árið 2005 og var kosinn besti leikmaður heims af FIFA 2004 og 2006.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.