Enski boltinn

Chelsea flytur inn heims­þekktan sál­fræðing fyrir liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gilbert Enoka hefur gert frábæra hluti með rugby-landslið Nýja Sjálands.
Gilbert Enoka hefur gert frábæra hluti með rugby-landslið Nýja Sjálands. Getty/Hannah Peters

Chelsea verslaði sér ekki bara leikmenn fyrir milljarða króna í janúarglugganum því enska úrvalsdeildarfélagið ákvað einnig að vinna í andlegum málum leikmanna sinna.

Það hefur lítið gengið hjá Chelsea að undanförnu en maðurinn sem á að hjálpa til við andlegu málefnin heitir Gilbert Enoka.

Gilbert Enoka er íþróttasálfræðingur og þekktastur fyrir vinnu sína með rugby liði Nýja-Sjálands þar sem hann hefur starfað frá aldarmótum.

Enoka er þekktur fyrir „enga drullusokka“ regluna [„no dickheads“ policy] sem er sögð eiga mikinn þátt í velgengni landliðs Nýja-Sjálands.

„Vitleysingur lætur allt snúast um sjálfan sig,“ lét Gilbert Enoka meðal annars hafa eftir sér 2007.

Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig úr 21 leik. Næsti leikur liðsins er á móti West Ham um komandi helgi.

Lundúnarfélagið vonast nú til þess að Enoka geti haft jafngóð áhrif á Chelsea liðið og hann hefur haft á rugby-lið Nýja-Sjálendinga sem kallar sig þeir alsvörtu eða All Blacks á ensku.

Landslið Nýja Sjálands hefur orðið tvisvar heimsmeistari, 2011 og 2015. Enoka var sálfræðingur liðsins í fimmtán ár en fékk síðan stöðuhækkun og tók við sem framkvæmdastjóri liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×