Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. febrúar 2023 13:49 Þóra Arnórsdóttir. RÚV Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn. Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Þóra segist í samtali við Vísi reikna með að taka nokkra daga í að ganga frá í Efstaleiti. Það taki tíma þegar maður hafi verið á svæðinu í 25 ár, með einhverjum hléum þó. „Ég hætti strax sem ritstjóri Kveiks. Um leið og þú ert farinn að vinna annars staðar þá er það eðlilegt í starfi eins og mínu,“ segir Þóra. Ingólfur Bjarni Sigfússon tekur við sem ritstjóri Kveiks af Þóru. Aðspurð hvað taki við vill Þóra ekki upplýsa um það að svo stöddu. Hún segist þó kveðja fjölmiðla í bili. „Ég er búin að vera í 25 ára í útvarpi, sjónvarpi, gert heimildarþætti, fréttaskýringaþætti, kosningaþætti og skemmtiþætti. Ég hef tekið á móti fleiri Eddum en flestir sjónvarpsmenn. Ég get alveg verið sátt við þennan aldarfjórðung.“ Hún segist mjög spennt fyrir því að halda inn á annan vettvang og mæti þeim verkefnum sem bíða hennar af auðmýkt. Kveikur var fyrst á dagskrá Ríkissjónvarpsins haustið 2017 og og hefur Þóra gegnt ritstjórastöðunni frá upphafi, ef frá er talið tímabil 2019 til 2020. Á árum áður var Þóra í hópi umsjónarmanna spurningaþáttarins Útsvars sem var á dagskrá RÚV á árunum 2007 til 2017. Hún bauð sig fram til forseta lýðveldisins árið 2012. Aðspurð hvort hún hyggi nokkuð á annað framboð hlær hún og greinilegt á henni að Guðni Th. Jóhannesson þurfi ekki að hafa áhyggjur af mótframboði á næsta ári, að minnsta kosti ekki frá henni.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira