Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 13:30 Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. Aðsend/Guðmundur Gíslason/Vísir/Vilhelm Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar. Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Tillagan var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði og var svo á dagskrá borgarráðs síðastliðinn fimmtudag. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur tekur fram að við veitingu starfsleyfisins sé lögð áhersla á að horft verði til þeirra tillagna sem að starfshópur um framtíðarstaðsetningu skotsvæðanna leggi fram og skilað verði 1. júní næstkomandi. „Meðalhófs er gætt í því leyfi sem nú er gefið út og horft bæði til hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins, búið að takmarka opnunartíma og gerða auknar kröfur um hljóðdeyfa á rifflum sem og leyfið eingöngu gefið út til tveggja ára. Mikilvægt er að þetta mál sé í föstum farvegi og unnið í samstarfi við hagsmunaaðila og nærsamfélagið,“ segir í bókun nefndarinnar. Felldi starfsleyfið úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi fyrir rúmum mánuði úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Var svæðinu í kjölfarið lokað. Skotsvæðinu á Álfsnesi hafði áður verið lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Sömuleiðis var bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Mun á endanum fara Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að með útgáfu tímabundins leyfis nú sé verið að taka tillit til hagsmuna bæði skotveiðimanna og nágranna skotsvæðisins. „Það er tekist á um þetta. Við vitum að það er togstreita, en verið er að reyna að vinna mjög hratt að framtíðarstaðsetningu skotsvæðis Skotfélags Reykjavíkur. Það mun á endanum fara í burtu af Álfsnesi, enda mun Sundabraut fara þar um þegar þar að kemur. Þetta er tímabundin lausn til að koma til móts við báða aðila með einhverjum hætti,“ segir Aðalsteinn Haukur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Staða Kjalnesinga Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir í bókun sinni að Reykjavíkurborg hafi nú enn og aftur gefið út starfsleyfi fyrir skotvöll Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi þrátt fyrir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála eftir kærur tveggja hópa íbúa frá 24. september 2021 þar sem starfsleyfið var fellt úr gildi. „Á Álfsnesi er annar samhliða skotvöllur Skotreynar, starfsleyfi þess vallar var einnig fellt úr gildi skv. úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 24. september 2021 eftir kærur tveggja hópa íbúa úr nágrenninu. Enn og aftur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út starfsleyfi fyrir Skotreyn sem kært var af þremur hópum íbúa. Það starfsleyfi var fellt úr gildi 28. desember 2022 af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kjalnesingar töldu að þeir væru endanlega búnir að fá úrlausn málsins með birtingu úrskurðar kærendum í hag. Íbúar hafa sent samtals 7 kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á sl. 16 mánuðum. Allir úrskurðir hafa fallið kærendum í hag,“ segir í bókun Kolbrúnar.
Borgarstjórn Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira