Innlent

Stífla veldur hækkandi vatns­hæð í Norður­á

Atli Ísleifsson skrifar
Norðurá að sumarlagi. Myndin er úr safni.
Norðurá að sumarlagi. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar

Vatnshæð hefur farið hækkandi í Norðurá í Borgarfirði í nótt.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur fram að stífla hafi myndast við Brekku sem gæti valdið staðbundnum flóðum. 

„Vatnshæð hefur einnig hækkað í fleiri ám á landinu eftir rigningar síðasta sólahring. Enn eru margar ár á landinu að miklu leyti ísilagðar þrátt fyrir leysingar í síðustu viku og því gætu staðbundin flóð orðið.

Í nótt er kólnandi veður, hitastig verður um frostmark seinnipartinn og úrkoma sem fellur verður að mestu á formi élja. Veðurstofan fylgist vel með breytingum og er í sambandi við viðbragðsaðila,“ segir í tilkynningunni frá Veðurstofunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.