Erlent

Rektor fannst látinn á skóla­lóðinni á­samt fjöl­skyldu sinni

Árni Sæberg skrifar
Epsom framhaldsskólinn er einn sá virtasti í Bretlandi. Nemendur hans eru á aldrinum ellefu til átján ára.
Epsom framhaldsskólinn er einn sá virtasti í Bretlandi. Nemendur hans eru á aldrinum ellefu til átján ára. Epsom College/Facebook

Emma Patt­in­son, rektor Ep­som framhaldsskólans í Sur­rey á Bretlandi, fannst látin í byggingu á skólalóðinni ásamt eiginmanni sínum og sjö ára dóttur þeirra.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglunni í Surrey að lík fjölskyldunnar hafi fundist klukkan 01:10 aðfaranótt sunnudags.

Lögreglan hefur hafið rannsókn og gefið út að ekki sé grunur uppi um að þriðji maður hafi komið að málum.

„Fyrir hönd lögreglunnar í Surrey vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og vinum Emmu, Lettie og Georges samúð okkar, sem og nemendum og starfsfólki Epsom. Ég vil fullvissa ykkur um að við munum rannsaka ítarlega hvað átti sér stað í nótt og vona að við getum veitt fólki einhvern frið í þessum erfiðu kringumstæðum,“ er haft eftir Kimball Edey, yfirlögregluþjóni lögreglunnar í Surrey.

Skólinn meðal þeirra bestu

Í frétt BBC segir að Pattinson hafi aðeins starfað við Epsom framhaldsskólann í fimm mánuði áður en hún lést. Skólinn hafi nýverið verið valinn besti einkarekni skólinn á Bretlandseyjum árið 2022.

„Fyrir hönd allra í Epsom College vil ég tjá algjört sjokk og vantrú vegna þessara átakanlegu fregna,“ er haft eftir Dr. Alastair Wells, stjórnarformanni skólans.

Þá er haft eftir Jon Vale, lögreglustjóra í Epsom og Ewell, að lögreglan sé meðvituð um að atburðir á borð við þennan gætu haft mikil áhrif á samfélagið og því yrði viðvera lögreglunnar aukin á svæðinu næstu daga. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.