Innlent

Appel­sínu­gular við­varanir, ó­vissu­stig og sam­ráðs­fundir vegna veðurs

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Veðurspáin fyrir landið er allt annað en spennandi í dag.
Veðurspáin fyrir landið er allt annað en spennandi í dag. Skjáskot/Vedur.is

Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð klukkan tíu í dag vegna veðurs. Óvissustigi var í gær lýst yfir á Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu en aukin hætta er á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum vegna hlýinda og úrkomu. Óvissustigi hefur einnig verið lýst yfir á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs en appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu á svæðinu.

Almannavarnir biðla til vegfarenda að vera ekki á ferðinni að óþörfu á því svæði þar sem veðrið er verst. Búist er við því að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur auk þess sem lík­ur á foktjóni eru veru­leg­ar.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði líkt og gerðist í síðustu viku.

Almannavarnir funda

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun koma saman klukkan ellefu á samráðsfundi þar sem farið verður yfir stöðuna og viðbragð á þeim svæðum þar sem veðurspá er slæm. Í tilkynningunni segir að samkvæmt spá Veðurstofu Íslands sé von á sunnan stormi og miklu roki. Búast megi við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×