Aron var á sínum stað í byrjunarliði Al Arabi og lék hann í hjarta varnarinnar. Hann var þó tekinn af velli þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.
Það var hins vegar sýrlenski framherjinn Omar Al Somah sem sá um markaskorun Al Arabi í dag, en hann skoraði þrennu fyrir liðið og tryggði þar með 3-0 sigur.
Eftir tvo tapleiki í röð er Al Arabi aftur komið á sigurbraut og situr í öðru sæti katörsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir tólf leiki, fjórum stigum minna en topplið Al-Duhail.