Fótbolti

Íslandsmeistararnir byrja Lengjubikarinn á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir Blika í dag.
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir Blika í dag.

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 3-1 sigur er liðið fékk Selfyssinga í heimsókn í riðli 2 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta í dag.

Blikar tóku forystuna stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Guðmundur Tyrfingsson jafnaði hins vegar metin fyrir gestina með marki af vítapunktinum eftir rúmlega klukkutíma leik.

Íslandsmeistararnir bættu þó tveimur mörkum við á seinasta stundarfjórðungi leiksins og liðið vann því að lokum góðan 3-1 sigur. Patrik Johannesen skoraði eitt mark fyrir Blika og Stefán Ingi Sigurðarson tvö.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×