KA var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk færi til að skora. Það gerðu þeir líka þegar Daníel Hafsteinsson fékk góða fyrirgjöf sem hann skallaði fallega í netið. Staðan orðin 1-0 fyrir KA og þannig var hún í leikhléi.
Í síðari hálfleik komu Keflvíkingar hins vegar til baka og skoruðu tvö mörk. Þeir jöfnuðu metin um miðbik hálfleiksins þegar Sindri Þór Guðmundsson skoraði og þegar skammt var eftir skoraði varamaðurinn Axel Ingi Jóhannesson sigurmarkið þegar hann slapp einn í gegn og hamraði knöttinn í netið.
Lokatölur 2-1 og Keflavík því komið með þrjú stig í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins. Auk Keflavíkur og KA eru Fylkir, Þór Akureyr, Fjölnir og Þróttur Reykjavík í riðlinum en heil umferð fer fram næstu helgi.