Innlent

Diskó, slökun og zumba­fjör í sund­laugum borgarinnar í kvöld

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Laugardalslaug er meðal þeirra sundlauga sem taka þátt í Sundlauganótt. 
Laugardalslaug er meðal þeirra sundlauga sem taka þátt í Sundlauganótt.  Vísir/Vilhelm

Sundlauganótt verður haldin víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í dag eftir tveggja ára hlé. Öll sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt en alls ellefu sundlaugar verða opnar og bjóða ókeypis aðgang. 

Sundlauganótt er partur af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar en uppákomur í laugum borgarinnar verða af margvíslegum toga. Má til að mynda nefna Zumba, slökun, diskó, vatnabolta, sjóaraslagara og ýmislegt fleira.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að „ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, og gestir eru hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar.“ 

Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnar frá klukkan 17 til 22 í kvöld.

Þær sundlaugar sem taka þátt í Sundlauganótt eru:

 • Laugar­dals­laug
 • Vestur­bæjar­laug
 • Sund­höll Reykja­víkur
 • Breið­holts­laug
 • Grafar­vogs­laug
 • Dals­laug
 • Ár­bæjar­laug
 • Sala­laug
 • Sel­tjarnar­nes­laug
 • Ás­garð­slaug
 • Ás­valla­laug

Upplýsingar um dagskrá í hverri laug fyrir sig má nálgast á heimasíðu Vetrarhátíðar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.