Segist ekki ræða um eyðslu Chelsea nema með lögfræðing viðstaddan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 22:31 Jürgen Klopp grínaðist með það að hann gæti ekki rætt um eyðslu Chelsea nema hafa lögfræðing viðstaddann. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann muni aðeins ræða um eyðslu Chelsea í janúarglugganum ef hann er með lögfræðinginn sinn sér við hlið. Eins og frægt er orðið fór Chelsea mikinn á leikmannamarkaðnum í janúar og splæsti í átta nýja leikmenn. Félagið eyddi 323 milljónum punda, sem samsvarar tæplega 55,5 milljörðum íslenskra króna, og gerði Enzo Fernandez að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar félagið greiddi tæplega 107 milljónir punda fyrir hann. Alls eyddi Chelsea meira í janúar en öll liðin í efstu deildum Ítalíu, Spánar, Þýskalands og Frakklands til samans í janúar. Á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Wolves sem fer fram á morgun var Klopp spurður út í þessa gríðarlegu eyðslu Chelsea á leikmannamarkaðnum. Jurgen Klopp on Chelsea spending: “I'll say nothing without my lawyer”. ⚠️🔴 #LFC“I don't understand this part of the business, it's a big number. They are all really good players so congratulations. I don't understand how it's possible, but it's not for me to explain”. pic.twitter.com/Z3sRxhiseg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 3, 2023 „Ég segi ekkert nema vera með lögfræðinginn minn viðstaddan,“ grínaðist Klopp. „Nei, ég er að grínast. Ég skil ekki þennan hluta viðskiptana, hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki. Þetta eru allt góðir leikmenn, þannig að ef við horfum á þetta frá því sjónarhorni segi ég bara til hamingju.“ „Ég skil ekki hvernig þetta er mögulegt, en ég er augljóslega ekki rétti maðurinn til að útskýra það hvernig þetta virkar.“ „Það kemur að því að þessir leikmenn eigi eftir að ná saman og spila vel saman, en hversu fljótt það gerist veit ég ekki.“ Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Eins og frægt er orðið fór Chelsea mikinn á leikmannamarkaðnum í janúar og splæsti í átta nýja leikmenn. Félagið eyddi 323 milljónum punda, sem samsvarar tæplega 55,5 milljörðum íslenskra króna, og gerði Enzo Fernandez að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar félagið greiddi tæplega 107 milljónir punda fyrir hann. Alls eyddi Chelsea meira í janúar en öll liðin í efstu deildum Ítalíu, Spánar, Þýskalands og Frakklands til samans í janúar. Á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Wolves sem fer fram á morgun var Klopp spurður út í þessa gríðarlegu eyðslu Chelsea á leikmannamarkaðnum. Jurgen Klopp on Chelsea spending: “I'll say nothing without my lawyer”. ⚠️🔴 #LFC“I don't understand this part of the business, it's a big number. They are all really good players so congratulations. I don't understand how it's possible, but it's not for me to explain”. pic.twitter.com/Z3sRxhiseg— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 3, 2023 „Ég segi ekkert nema vera með lögfræðinginn minn viðstaddan,“ grínaðist Klopp. „Nei, ég er að grínast. Ég skil ekki þennan hluta viðskiptana, hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki. Þetta eru allt góðir leikmenn, þannig að ef við horfum á þetta frá því sjónarhorni segi ég bara til hamingju.“ „Ég skil ekki hvernig þetta er mögulegt, en ég er augljóslega ekki rétti maðurinn til að útskýra það hvernig þetta virkar.“ „Það kemur að því að þessir leikmenn eigi eftir að ná saman og spila vel saman, en hversu fljótt það gerist veit ég ekki.“
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira