Eins og frægt er orðið fór Chelsea mikinn á leikmannamarkaðnum í janúar og splæsti í átta nýja leikmenn. Félagið eyddi 323 milljónum punda, sem samsvarar tæplega 55,5 milljörðum íslenskra króna, og gerði Enzo Fernandez að dýrasta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar félagið greiddi tæplega 107 milljónir punda fyrir hann.
Alls eyddi Chelsea meira í janúar en öll liðin í efstu deildum Ítalíu, Spánar, Þýskalands og Frakklands til samans í janúar.
Á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Wolves sem fer fram á morgun var Klopp spurður út í þessa gríðarlegu eyðslu Chelsea á leikmannamarkaðnum.
Jurgen Klopp on Chelsea spending: “I'll say nothing without my lawyer”. ⚠️🔴 #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 3, 2023
“I don't understand this part of the business, it's a big number. They are all really good players so congratulations. I don't understand how it's possible, but it's not for me to explain”. pic.twitter.com/Z3sRxhiseg
„Ég segi ekkert nema vera með lögfræðinginn minn viðstaddan,“ grínaðist Klopp.
„Nei, ég er að grínast. Ég skil ekki þennan hluta viðskiptana, hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki. Þetta eru allt góðir leikmenn, þannig að ef við horfum á þetta frá því sjónarhorni segi ég bara til hamingju.“
„Ég skil ekki hvernig þetta er mögulegt, en ég er augljóslega ekki rétti maðurinn til að útskýra það hvernig þetta virkar.“
„Það kemur að því að þessir leikmenn eigi eftir að ná saman og spila vel saman, en hversu fljótt það gerist veit ég ekki.“