Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Forsætisráðherra segir ekki í boði að Landhelgisgæslan verði án þeirrar viðbragðsgetu sem flugvélin TF-SIF veiti. Ríkisstjórnin fundaði um málið í dag og dómsmálaráðherra telur líklegt að ákvörðun um sölu verði dregin til baka. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá fylgjumst við vel með kjaramálum en málflutningur fór fram í tveimur málum sem tengjast kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í dag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem maraþonumræður um útlendingafrumvarpið standa yfir. Talað hefur verið um málið í um eitt hundrað klukkustundir.

Sjósundsgarpar fagna nýrri aðstöðu í Vesturbæ en kalla þó eftir frekari upplýsingum um vatnsgæði sökum nálægðrar við skólphreinsistöð. Við skoðum aðstæður og verðum jafnframt í beinni frá safnanótt í Kópavogi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.