Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 11:59 Þröstur Helgason Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 næstu mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til fundar Þrastar með starfsmönnum rásarinnar í morgun. Þröstur hefur gegnt dagskrárstjórn á Rás 1 í nærri níu ár, eða frá 1. apríl 2014. Fram kom á Vísi árið 2018 að vinnusálfræðingur hefði verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Þá var nýlokið könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar var ánægja ríkjandi. Þó kom í ljós óánægja meðal starfsmanna á Rás 1 en þar voru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn á RÚV á þeim tíma sem lýstu þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum til að fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir töldu vandann aðeins snúa að Þresti. Hann þætti ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum. Þröstur er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Þá varð hann doktor í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild HÍ vorið 2015. Ritgerð hans nefndist Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi. Lítil tímarit, landfræði, menningarsaga. Þröstur var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins um átta ára skeið og hefur starfað sem stundakennari, þáttagerðarmaður og bókmenntagagnrýnandi. Ekki náðist í Þröst við vinnslu fréttarinnar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:52. Í fyrri útgáfu var haft eftir Heimildinni að Þröstur hefði vísað til þess að mat starfsmanna hefði haft áhrif á ákvörðun hans. Þetta hefur verið leiðrétt í frétt Heimildarinnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þröstur hefur gegnt dagskrárstjórn á Rás 1 í nærri níu ár, eða frá 1. apríl 2014. Fram kom á Vísi árið 2018 að vinnusálfræðingur hefði verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Þá var nýlokið könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar var ánægja ríkjandi. Þó kom í ljós óánægja meðal starfsmanna á Rás 1 en þar voru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir ræddi við nokkra starfsmenn á RÚV á þeim tíma sem lýstu þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum til að fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir töldu vandann aðeins snúa að Þresti. Hann þætti ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum. Þröstur er með BA-gráðu í íslensku og meistaragráðu í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Þá varð hann doktor í almennri bókmenntafræði við íslensku- og menningardeild HÍ vorið 2015. Ritgerð hans nefndist Tímaritið Birtingur og íslenskur módernismi. Lítil tímarit, landfræði, menningarsaga. Þröstur var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins um átta ára skeið og hefur starfað sem stundakennari, þáttagerðarmaður og bókmenntagagnrýnandi. Ekki náðist í Þröst við vinnslu fréttarinnar. Fréttin var uppfærð klukkan 13:52. Í fyrri útgáfu var haft eftir Heimildinni að Þröstur hefði vísað til þess að mat starfsmanna hefði haft áhrif á ákvörðun hans. Þetta hefur verið leiðrétt í frétt Heimildarinnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira