Vanarama National League North er sjötta efsta deild Englands og því líklega fáheyrt að stuðningsmenn liðanna leggji á sig löng ferðalög til að fylgjast með leikjum í deildinni. Nokkrir af hörðustu stuðningsmönnum Brackley Town lögðu þó af stað í eitt slíkt síðasta þriðjudagskvöld og sáu liðið sitt gera markalaust jafntefli gegn Scarborough Athletic.
Brackley fans at Scarborough last night. A near 400 mile, 8 hour round trip in the National League. Fair play to the 9 heroes that made the trip! 👏 pic.twitter.com/ZwXo3c3gjH
— Football Away Days (@FBAwayDays) February 1, 2023
Formaður Scarborough Athletic, Trevor Bull, var svo ánægður með það að stuðningsmenn andstæðingana hafi lagt á sig slíkt ferðalag að hann bauð þeim öllum upp á einn bjór, þeim að kostnaðarlausu.
„Þetta var virkilega fallegt af formanninum og við kunnum að meta slíka góðmennsku,“ sagði Guy Smith, 54 ára gamall stuðningsmaður Brackley Town sem ferðaðist frá Bicester.
En ferðalagið gekk þó ekki snurðulaust fyrir sig. Hluti þjóðvegarins var nefnilega lokaður og það tók Smith og ferðafélaga hans rétt tæpa fjórar klukkustundir að komast á völlinn.