Fótbolti

Framarar tryggðu sér Reykja­víkur­meistara­titilinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Framarar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvöld.
Framarar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fram er Reykjavíkurmeistari karla í fótbolta árið 2023 eftir 4-1 sigur gegn Víkingum á Víkingsvelli í kvöld.

Það voru heimamenn sem tóku forystuna þegar Danijel Dejan Djuric kom boltanum í netið strax á níundu mínútu leiksins eftir frábært samspil við liðsfélaga sinn Pablo Punyed. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir jöfnuðu þó metin snemma í síðari hálfleik með marki frá Magnúsi Þórðarsyni og hann var svo aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar hann kom Fram í forystu.

Víkingar þurftu svo að spila seinasta stundarfjórðunginn manni færri eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu leiksins.

Manni fleiri gengu Framarar á lagið. Tryggvi Snær Óskarsson og Aron Snær Ingason skoruðu sitt markið hvor undir lok leiksins og niðurstaðan því 4-1 sigur Fram sem með sigrinum tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn.

Upplýsingar um markaskorara og atvik fengust á Fótbolti.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.