Fótbolti

Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rann­sókn United lýkur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mason Greenwood er laus allra mála en fær hvorki að æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli hans.
Mason Greenwood er laus allra mála en fær hvorki að æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli hans. Visionhaus/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins.

Þetta fullyrðir íþróttablaðamaðurinn Rob Dawson hjá ESPN. Fyrr í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði.

Manchester United sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni eftir að mál Greenwoods var fellt niður þar sem kemur fram að félagið taki til greina að mál leikmannsins hafi verið fellt niður, en að félagið muni nú fara í gegnum sitt eigið ferli áður en tekin verði ákvörðun um næstu skref.

Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021.

Hann var svo handtekinn þann 15. október á síðasta ári áður en honum var sleppt gegn því skilyrði að hann yrði ekki í sambandi við nein vitni. Þar á meðal samþykkti hann að vera ekki í sambandi við konuna sem hin meintu brot beindust gegn. Þá var Greenwood einnig gert að halda til á heimili sínu í Bowdon.


Tengdar fréttir

Greenwood laus allra mála

Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði.

Greenwood sleppt gegn tryggingu

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu.

Greenwood á­kærður fyrir til­raun til nauðgunar og árás

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.